sábado, 6 de agosto de 2016

TSQ-IV: IN ICELANDIC

Now that I'm typing from Reykjavik (back in Gothenburg on Thursday), I realize how strange a language Icelandic is. And, just to give you an idea, my favourite fairytale (though, to be technical, it's actually a subplot in a larger novella) in the language of the sagas:

Snædrottningin

Ævintýri í sjö þáttum



STEINGRÍMUR THORSTEINSON ÞÝDDI



Fjórði þáttur: Prins og prinsessa



Í þessu kóngsríki, þar sem við nú dveljum, býr prinsessa nokkur, sem er frábærlega vitur, en hún hefur líka lesið öll þau dagblöð, sem til eru í heiminum, og gleymt þeim aftur. Svo vitur er hún. Fyrir skömmu settist hún á veldisstólinn, og er það ekki sem skemmtilegast, að því er sagt er. Þá tekur hún upp á því að raula vísu eina, og það var nú þessi: „Hvers vegna ætti ég þá ekki að giftast?“ „Heyrið þið, það er nokkuð um það,“ sagði hún, og svo vildi hún giftast, en hún vildi eiga mann, sem gæti svarað, þegar við hann væri talað, en ekki einhvern og einhvern, sem stæði stífur og sperrtur og ekkert segði, því það er svo leiðinlegt. Nú lét hún trumba saman öllum hirðdrósunum, og þegar þær heyrðu, hvað hún ætlaði sér, þá urðu þær himinlifandi. „Tarna líkar mér,“ sögðu þær, „þetta sama var ég að hugsa um fyrir skemmstu.


Dagblöðin komu óðara út með hjartnarönd í kringum og nafnmerki prinsessunnar. Þar mátti lesa, að hverjum laglegum ungum manni skyldi heimilt að koma í höllina og tala við prinsessuna, og þann, sem talaði svo, að heyra mætti, að hann ætti þar heima, og kæmi best fyrir sig orði, þann mundi prinsessan kjósa sér að eiginmanni. Það er svo satt sem ég sit hér, mesti fjöldi flykktist þangað, og varð mikill troðningur og vaðall, en ekki tókst það, hvorki fyrsta né annan daginn. Þeim var fullliðugt um málbeinið, þegar þeir voru úti á strætinu, en þegar þeir voru komnir inn um hallarhliðið og sáu höfuðverðina silfurskreytta og hirðþjónana gullbrydda upp um allar tröppurnar, og stóru salina ljósum lýsta, þá urðu þeir utan við sig, og stæðu þeir frammi fyrir hásætinu, þar sem prinsessan sat, þá gátu þeir ekkert sagt nema seinasta orðið, sem hún hafði sagt, og það kærði hún sig ekki um að heyra í annað sinn. Það var eins og mennirnir yrðu fálkaðir þar inni og vissu ekki sitt rjúkandi ráð, þangað til þeir komu út á götuna aftur, því þá vantaði ekki, að þeir gátu talað. Þarna stóð manngarðurinn.


Þeir urðu bæði svangir og þyrstir, en í höllinni fengu þeir ekki svo mikið sem kaldan vatnssopa. Reyndar höfðu sumir þeir hyggnustu haft með sér smurðar brauðsneiðar, en þeir gáfu ekki náunganum minnsta munnbita. Þeir hugsuðu með sér: "Það gildir einu, þó það sjáist á honum, að hann er svangur, þá tekur prinsessan honum ekki".

„Hvenær kom hann? Var hann á meðal þessara mörgu?“


Vertu nú hæg, vertu nú hæg! ég er nú rétt komin að honum. Það var á þriðja degi, þá kom lítill maður hestlaus og vagnlaus og sprangaði alveg ófeiminn upp í höllina. Hann var fagureygður og hafði ljómandi fallegt og sítt hár, en að öðru leyti var hann fátæklega til fara.


Hann hafði skreppu á baki.


Þegar hann kom inn um hallarhliðið og sá höfuðverðina silfurskreytta og hirðþjónana gullbrydda upp um allar tröppur, þá lét hann sér ekki nokkra vitund bilt við verða, heldur kinkaði hann kolli til þeirra og sagði við þá: "Það er víst leiðinlegt að standa á tröppunum. Þá kýs ég heldur að fara inn." Þar voru þá salirnir uppljómaðir, og gengu þar stórgæðingar og ríkisráðherrar berfættir og báru gullskálar. En á margan gæti komið hik af minna. Það brakaði ákaflega í stígvélunum hans, en hann varð nú samt ekki smeykur.


Já, víst brakaði í þeim, og glaður og ófeilinn gekk hann beint fram fyrir prinsessuna. Hún sat á perlu, sem var á stærð við rokkhjól, og allar hirðdrósirnar með sínum þjónustumeyjum og þjónustumeyjum þjónustumeyjanna og allir riddararnir með þjónum sínum og þjónum þjónanna stóðu í röðum allt umhverfis, og því nær sem þeir stóðu dyrunum, því drembilegri voru þeir á svipinn. Undirtyllu þjóna-þjónsins, sem alltaf gengur á töplum, dirfist maður varla að líta upp á. Svo drembilegur er hann, þar sem hann stendur í dyrunum.

Ósköp hlýtur það að vera leiðinlegt. Og hann hefur samt fengið prinsessuna?


Hann kvað hafa talað vel. Hann var ófeiminn og indæll. Hann var alls ekki kominn í biðils erindum, heldur aðeins til að kynna sér vitsmuni prinsessunnar, og að þeim gast honum vel, enda gast þá henni vel að honum.

„Æ, viltu ekki koma mér á framfæri í höllinni?“

... koma út ...

„Bíddu mín við garðshliðið þarna,“


kom ekki aftur fyrr en um kvöldið, þegar dimmt var orðið. „Ná, ná!“ sagði hún. „Hún bað mig að bera þér kæra kveðju sína og hérna er dálítill brauðhleifur handa þér, hún tók hann í eldhúsinu. Þar er nóg af brauðinu og þú ert víst svöng. Það eru engin tiltök, að þú náir inn að ganga í höllina, – ... Silfurskreyttu höfuðverðirnir og gullbryddu þjónarnir mundu ekki leyfa það. ... komast upp í höllina. Kærasta mín veit af bakriði, sem gengur upp að svefnherberginu, og hún veit, hvar hún getur náð í lykilinn.


... inn í garðinn, inn í trjágöngin miklu, þar sem laufin voru að hrynja niður hvert af öðru, og er slökkt voru ljósin í höllinni hvert af öðru, að bakdyrum nokkrum, er opnar stóðu í hálfa gátt.

Nú voru þær komnar upp á riðið. Logaði þar þá á litlum lampa uppi á skáp,


„Mér kemur svo fyrir, sem einhver sé rétt á eftir okkur,“ „Mér kemur svo fyrir, sem einhver sé rétt á eftir okkur,“ og fór þytur nokkur fram. 

Það var eins og skuggum svipaði eftir veggnum, hestar með flagsandi fax og granna fætur, veiðisveinar, tignarmenn og hefðarkvendi, allt ríðandi.

„Það er ekki annað en draumarnir, þeir koma og stefna hugsunum hinna háu tignarhjóna til dýraveiða. Það er ekki nema gott, þér getið því betur virt þau fyrir yður í rúminu.“


Nú komu þær í fyrsta salinn. Hann var úr rósrauðu þykksilki með listgjörvum blómum upp eftir veggjunum. Þar þutu draumarnir þegar fram hjá þeim, en þeir fóru svo hratt, að ... kom ekki auga á tignarhjónin. Var nú hver salurinn öðrum skrautlegri, svo að maður hlaut að falla í stafi – og nú voru þær komnar í svefnherbergið. Var loftið þar áþekkt stórum pálma með blöðum af gleri, dýrindis gleri, og á miðju gólfinu héngu tvær hvílur á gulllegg, og voru þær ásýndum eins og liljur. Önnur var hvít og í henni lá prinsessan, en hin var rauð og í henni sá þá á dökkan hnakka. .... draumarnir þeystu aftur inn í stofuna – hann vaknaði og sneri við höfðinu.


Prinsinn ..., en ungur var hann og fríður. Og prinsessan gægðist fram úr liljuhvílunni sinni og spurði, hvað um væri að vera.


„Vesalingur litli!“ sögðu þau prinsinn og prinsessan, og hrósuðu þau krákunum og kváðust alls ekki vera þeim reið, en sögðu þó, að ekki mættu þær gera þetta oftar. Að öðru leyti skyldu þær fá verðlaun.

„Viljið þið fljúga frjálsar út um allt?” sagði prinsessan, „eða viljið þið hafa fasta stöðu sem hirðkrákur?"

Og báðar krákurnar hneigðu sig og báðu um að mega komast í fasta stöðu.

Og prinsinn reis upp úr hvílu sinni og lét ... sofa í henni. Hann gat ekki betur gert.

„Góðar eru manneskjurnar"


Daginn eftir klædd í silki og flauel frá hvirfli til ilja. ... var boðið að vera um kyrrt í höllinni og eiga góða daga, ...


bæði stígvél og loðskinns-handskjól og var færð í ljómandi klæði, var vagni af skíru gulli ekið að dyrunum. Ljómaði á honum skjaldarmerki prinsins og prinsessunnar, svo skært sem stjarna væri. Vagnstjóri, þjónar og forreiðarsveinar sátu þar með gullkórónur á höfðum. Prinsinn og prinsessan hjálpuðu upp í vagninn og óskuðu allrar hamingju.

Að innan var vagninn fóðraður með sykurkringlum og í sætunum voru aldin og piparhnetur.

„Verið þið sælar! verið þið sælar!“ kölluðu þau prinsinn og prinsessan, ... Svona gekk það nú fyrstu mílurnar, ... allt þangað til vagninn, glitrandi sem sólargeisli, – var horfinn henni úr augsýn.






Fimmti þáttur: Ræningjastúlkan litla

Nú var ekið gegnum dimman skóginn, en af vagninum lýsti eins og logandi ljósi. Það skar í augu ræningjunum, það gátu þeir ekki þolað.

„Það er gull, það er gull!“ æptu þeir og þustu fram í sama bili, þrifu í hestana, drápu forreiðarsveinana litlu, vagnstjórann og þjónana ...





Sjöundi þáttur: ...því, er síðar bar til

á skógartrjánum voru grænir brumhnappar, og út úr skóginum kom ung stúlka ríðandi. Þekkti ... hestinn, því honum hafði verið beitt fyrir gullvagninn fyrrum, en stúlkan hafði skínandi rauða húfu á höfði og skammbyssur í hylkjum framan við hnakkinn. Var þetta ræningjastúlkan litla, og vék því svo við, að henni hafði tekið að leiðast heimaveran, og ætlaði nú fyrst um sinn norður eftir, en í aðra átt síðar, ef hún kynni ekki við sig. 


... og spurði frétta um prinsinn og prinsessuna.

„Þau eru komin af stað til annarra landa,“ svaraði ræningjastúlkan.




No hay comentarios:

Publicar un comentario